Bomban komin.
25.3.2007 | 10:18
Ekkert varð úr að við fengjum Bombu á föstudaginn hún var slöpp eftir sprautuna, en í gær náðum við í hana. þegar við komum til að ná í hana hjá eiganda mömmunar þá saði eigandin að hún yrði eiginlega að halda Bombu eftir þar sem Bomba væri eini hvolpurinn úr þessu goti sem er 100% fínn, hinir eru væntanlega með yfirbit ( ekki alveg á hreinu samt ) bauð okkur að fá týk úr öðru goti á Selfossi ,við vorum ekker sélega ánægð með það, þá bauð hún okkur að taka Bombu án þess að greiða fyrir hana og hún myndi þá sjálf koma til með að stjórna hvort og hvaða rakki væri notaður til ræktunar með Bombu í framtíðinni, og Bomba yrði þá að vera hjá henni þegar got væri í gangi og þar til hvolparnir væru farnir ,NEI
sagði ég ( segi yfirleitt ekki mikið en mér leist bara ekki á þetta )Það kemur ekki til greina engan vegin tek samt fram að þara var ekket rifrildi eða neitt slíkt bara samningaviðræður .þarna vorum við farin að sjá fyrir okkur grát og gnístan tanna hjá krökkunum ,þeim var búið að hlakka svo mikið til . En svo sagði konan æi ég get ekki gert ykkur þetta þið fáið hana bara en þið verðið að lofa mér því að sína hana þetta er svo 100% flott tík að það er ekki hægt annað . Og við lofuðum því og munum örugglega halda loforðið .
Bomba var stillt og prúð í nótt ,vaknaði um 2 leitið til að pissa, Kiddi fór með hana út og svo svaf hún til 7 í morgun þá þurfti hún að pissa aftur Kiddi minn fór með hana aftur svo settum við hana aftur í búrið til að athuga hvort það væri ekki hægt að kúra lengur ,viti menn það gekk upp Bomba lagði sig aftur þar til stelpurnar fóru á stjá ..hún er voða dugleg að gera þarfir sínar úti, ekkert slys komið en sem komið er , hún viðrist láta vita þegar hún þarf að fara út . svo finst henni lika bara gaman úti ..
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 10:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
mikið í gangi ..
23.3.2007 | 10:54

Dæs..
21.3.2007 | 09:52



já blogg
19.3.2007 | 10:06
Ég er orðin svo löt að blogga að það er ekki fyndið . Gerðum næstum ekki neitt um helgina ,elduðum yndælis kjúkling á föstudaginn og strákarnir komu allir í mat ,á laugardaginn heimsóttum við Bombu litlu með yngri krakkana með ( fengum stelpurnar með) tókum náttúrulega fullt af myndum af því, bæti í albúmið þegar ég nenni því. Inga Lóa og family komu í heimsókn,Inga var að koma með búr sem hún ætlaði að lána mér fyrir Bombu. Fórum að kaupa allt sem lítill voffi þarf að eiga og svo var verslað í pennaveskið hans Bjarna Freys hann er með eindæmum duglegur að tína öllu sem þar á að vera hann fékk 4 eða 5 settið af trélitum ( bara í vetur ) um helgina ,skil bara ekki hvernig hann fer að því að tína þessu öllu þetta er alltaf merkt honum en einhvernvegin getur hann tapað þessu öllu ( þá er ég að tala um öllu úr pennaveskinu líka strokleðrum, blýöntum, pennum ) á stuttum tíma. þetta er verra en þegar Kristófer bróðir hans var á hans aldri hélt að það væri ekki hægt að tína meiru en hann gerði en metið hefur verið slegið Bjarni fer með c.a. 10 -12 strokleður á vetri ,,he he he "... Grilluðum okkur svo nautalundir á laugardagskvöldið ógeð gott nammi namm. gerðum næstum ekkert á sunnudaginn ,þegar við fórum með Bjarna Frey til pabba síns komum við á Trocadero í keflavík og fengum okkur pizzu það var með verri pizzum sem ég hef fengið oj bjakk , ætli þetta sé svona í Trocadero í Reykjavík ? kíkkuðum á mömmu og pabba í leiðinni .það sem Bomba kemur til okkar næstu helgi þá verður Bjarni Freyr minn hjá okkur næstu helgar , það er þá eitthvað gott sem hlýst af því að fá sér hund , og stelpunum finnst ég vera besta stjúpa í heimi ,eftir að ég sagðist ætla að gefa þeim hund... þetta gefur lífinu gildi og hjartanu yl að fá viðurkenningu frá stjúpbörnum,,hjartað hoppar líka af kæti þegar góðir samningar nást við fyrrverandi manninn þess efnis að láta eftir Bjarna Frey að vera oftar hjá mömmu sinni
, ástæðan fyrir að ég tala ekki um Jóhann og Kristófer er auðitað sú að þeir eru það aldraðir að þeir koma bara þegar þeir vilja
Annars erum við núna að með Landcruiser 100 dísel sem við erum að prófa ,nátturulega er þessi tegund drauma bíllinn hjá okkur mér sýnist að þessi verði okkar ,en hann er árgerð 2001 fluttur inn frá þýskalandi 2005 pínu mikið keyrður en aðalega á hraðbrautum í þýskalandi, lakkið virðist vera eins og nýtt og ekki mikið slit .. hver veit hvað verður ..sjáum til ...
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 10:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
ekki mikið en..
16.3.2007 | 15:37
hef ekki mikið að segja þessa dagana , veit ekki af hverju en samt smá. það var hringt í mig áðan frá Umferðarstofu og mér var tjáð að samkvæmt þeirra færslum þá höfum við hjónin verið búin að ofgreiða bifreiðagjöld og þau vildu endilega endurgreiða mér , frábært slæ ekki hendinni á móti smá pening..
bara yndislegt..
15.3.2007 | 09:41

Bomba litla
12.3.2007 | 20:56
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
frábær helgi ..
12.3.2007 | 09:37


Lífstíll | Breytt s.d. kl. 09:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
komandi helgi
9.3.2007 | 13:02

það sem maður lætur eftir.
6.3.2007 | 08:53
það sem að maður gerir ekki fyrir manninn og börnin .. dvergschnauzer er hundategund sem fer ekki úr hárum skúrar gólfin og setur í uppþvottavélina algjör draumur .. he he ..djók.
dvergschnauzer er allavega hundategund sem fer ekki úr hárum og er því tilvalin fyrir þá sem eru með ofnæmi , og ég lét þetta eftir fjölskylduni að fá svona hund . Fórum að skoða í gær og fáum stelpu sem er kölluð Bomba ,veit ekki alveg hvort að við látum það nafn bara gott heita ,því er jú bara fínt ,sjáum aðeins til
Lífstíll | Breytt 7.3.2007 kl. 14:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)