Bomban komin.

Ekkert varð úr að við fengjum Bombu á föstudaginn hún var slöpp eftir sprautuna, en í gær náðum við í hana. þegar við komum til að ná í hana hjá eiganda mömmunar þá saði eigandin að hún yrði eiginlega að halda Bombu eftir þar sem Bomba væri eini hvolpurinn úr þessu goti sem er 100% fínn, hinir eru væntanlega með yfirbit ( ekki alveg á hreinu samt ) bauð okkur að fá týk úr öðru goti á Selfossi Shocking,við vorum ekker sélega ánægð með það, þá bauð hún okkur að taka Bombu án þess að greiða fyrir hana og hún myndi þá sjálf koma til með að stjórna hvort og hvaða rakki væri notaður til ræktunar með Bombu í framtíðinni, og Bomba yrði þá að vera hjá henni þegar got væri í gangi og þar til hvolparnir væru farnir  ,NEI Pinchsagði ég ( segi yfirleitt ekki mikið en mér leist bara ekki á þetta  )Það kemur ekki til greina engan vegin tek samt fram að þara var ekket rifrildi eða neitt slíkt bara samningaviðræður  .þarna vorum við farin að sjá fyrir okkur grát og gnístan tanna hjá krökkunum ,þeim var búið að hlakka svo mikið til . En svo sagði konan æi ég get ekki gert ykkur þetta þið fáið hana bara en þið verðið að lofa mér því að sína hana þetta er svo 100% flott tík að það er ekki hægt annað . Og við lofuðum því og munum örugglega halda loforðið .

Bomba var stillt og prúð í nótt ,vaknaði um 2 leitið til að pissa, Kiddi fór með hana út og svo svaf hún til 7 í morgun þá þurfti hún að pissa aftur Kiddi minn fór með hana aftur svo settum við hana aftur í búrið til að athuga hvort það væri ekki hægt að kúra lengur ,viti menn það gekk upp Bomba lagði sig aftur þar til stelpurnar fóru á stjá ..hún er voða dugleg að gera þarfir sínar úti, ekkert slys komið en sem komið er , hún viðrist láta vita þegar hún þarf að fara út . svo finst henni lika bara gaman úti ..  

Picture 021

Picture 029

Picture 035 


mikið í gangi ..

mikið að gerast hjá okkur gólfið á efri hæðinni allt í spaði og ekkert gengur ,þetta er tímafrekt verkefni þarf að endurnýja allt gólfið Woundering svo verða settar nýjar hurðar líka á efri hæðina .Þannig að þá verður hæðin næstum búin en seinna þarf að skipta út veggjum loftum og skápum endalaust eilífðarverkefni en þetta er nóg í bili .Seinni partinn í dag koma svo krakkarnir og Bomba nýjasti fjölskyldumeðlimurinn verður svo stimpluð inn í fjölskylduna í kvöld ... það er víst svo nóg að þrífa í dag þegar ég fer heim úr vinnunni því húsið er eins og sprengja hafi fallið og ekki er hægt að hafa það svoleiðis um helgina ..

Dæs..

jamm .. það er bara verið að skjóta á mann fyrir að vera latur að skrifa Sideways já ég er pínu löt núna, veit ekkert af hverju , en allavega var byrjað að rífa gólfið á efri hæðinni í gær og kom þá í ljós að það þarf að rífa allt gólfið upp og skipta um gólfplötur og styrkja bitana áður en hægt er að leggja parketið á ....dæs ..dæsss... vissum að það þyrfti að skipta um part inni hjá Bjarna en bjuggumst ekki við að það þyrfti að endurnýja allt gólfið Woundering þannig að 2-3 þriggja daga vinna er orðin að allavega 10 daga vinnu og alltaf eitthvað að bætast við t.d. brotnaði veggur þegar gólfið inni hjá Bjarna Frey var tekið uppW00t   en þetta verður þá ferlega fínt á eftir .Það er furðulegt hvernig gólfið er einangrað það eru gamlir sementspokar og gamlir reikningar og skólabækur síðan 1950 það verður auðvitað að einangra upp á nýtt eins gott að gera þetta almennilega fyrst að við erum að gera þetta  og fyrst að við erum byrjuð að gera fínt þá er bara spurning hvort að við tökum eldhúsið næst ( ekki strax samt ) þarf samt að eignast smá pening fyrst og vonandi verður ekki svona mikið vesen að taka gólfið á neðri hæðinni   ..Mér sýnist líka allar líkur á að við kaupum 100 crusluna sem að við erum með .þá er bara að selja Bensinn ... vill einhver kaupa ?

já blogg

Ég er orðin svo löt að blogga að það er ekki fyndið . Gerðum næstum ekki neitt um helgina  ,elduðum yndælis kjúkling á föstudaginn og strákarnir komu allir í mat ,á laugardaginn  heimsóttum við Bombu litlu með yngri krakkana með ( fengum stelpurnar með) tókum náttúrulega fullt af myndum af því, bæti í albúmið þegar ég nenni því. Inga Lóa og family komu í heimsókn,Inga var að koma með búr sem hún ætlaði að lána mér fyrir Bombu.  Fórum að kaupa allt sem lítill voffi þarf að eiga og svo var verslað í pennaveskið hans Bjarna Freys hann er með eindæmum duglegur að tína öllu sem þar á að vera hann fékk 4 eða 5 settið af trélitum ( bara í vetur ) um helgina ,skil bara ekki hvernig hann fer að því að tína þessu öllu þetta er alltaf merkt honum en einhvernvegin getur hann tapað þessu öllu ( þá er ég að tala um öllu úr pennaveskinu líka strokleðrum, blýöntum, pennum  ) á stuttum tíma. þetta er verra en þegar Kristófer bróðir hans var á hans aldri hélt að það væri ekki hægt að tína meiru en hann gerði en metið hefur verið slegið LoLBjarni fer með c.a. 10 -12 strokleður á vetri ,,he he he "... Grilluðum okkur svo nautalundir á laugardagskvöldið ógeð gott nammi namm. gerðum næstum ekkert á sunnudaginn ,þegar við fórum með Bjarna Frey til pabba síns komum við á Trocadero  í keflavík og fengum okkur pizzu það var með verri pizzum sem ég hef fengið oj bjakk  , ætli þetta sé svona í Trocadero í Reykjavík  ? kíkkuðum á mömmu og pabba í leiðinni .það sem Bomba kemur til okkar næstu helgi þá verður Bjarni Freyr minn hjá okkur næstu helgar , það er þá eitthvað gott sem hlýst af því að fá sér hund , og stelpunum finnst ég vera besta stjúpa í heimi ,eftir að ég sagðist ætla að gefa þeim hund... þetta gefur lífinu gildi og hjartanu yl að fá viðurkenningu frá stjúpbörnum,,hjartað hoppar líka af kæti þegar góðir samningar nást við fyrrverandi manninn þess efnis að láta eftir Bjarna Frey að vera oftar hjá mömmu sinni HeartHeartHeart, ástæðan fyrir að ég tala ekki um Jóhann og Kristófer er auðitað sú að þeir eru það aldraðir að þeir koma bara þegar þeir vilja

Annars erum við núna að með Landcruiser 100 dísel sem við erum að prófa ,nátturulega er þessi tegund drauma bíllinn hjá okkur mér sýnist að þessi verði  okkar ,en hann er árgerð 2001  fluttur inn frá þýskalandi 2005 pínu mikið keyrður en aðalega á hraðbrautum í þýskalandi, lakkið virðist vera eins og nýtt og ekki mikið slit .. hver veit hvað verður ..sjáum til ...  


ekki mikið en..

hef ekki mikið að segja þessa dagana , veit ekki af hverju en samt smá. það var hringt í mig áðan frá Umferðarstofu og mér var tjáð að samkvæmt þeirra færslum þá höfum við hjónin verið búin að ofgreiða bifreiðagjöld og þau vildu endilega endurgreiða mér , frábært LoL slæ ekki hendinni á móti smá pening..

 


bara yndislegt..

Er búin að vera að velta fyrir mér hvað er gott að hlakka til að koma heim úr vinnuni á daginn og hitta heittelskaðan eiginmannin og börnin auðvitað , þetta er ekki eitthvað sem er sjálfsagt, ég nýt þess svo rosalega að koma heim og hafa ekki áhyggjur af því hvernig skapi maðurinn er í þegar ég kem, ég hef allavega ekki þurft að hafa svoleiðis áhyggjur eftir að ég byrjaði að með Kidda mínum ... Heart ... 

Bomba litla

fórum áðan og heilsuðum upp á Bombu litlu og félaga .er búin að setja fullt af myndum af því í albúminu sem heitir Bomba

frábær helgi ..

Helgin var bara yndisleg .. og Ingvar ég fór varlega með Kidda minn , á föstudagskvöldið horfðum við á X-faktor mér finnst Ellý alltaf koma svo illa fram ,en hvað um það... Kiddi varð svo hrifin að kjólnum sem Halla var í ( sem betur fer varð hann ekki svona hrifinn að Höllu ) að hann vildi endilega fara í Coast í Smáralind á Laugardaginn og helst vildi hann kaupa svona kjól, þetta er gullfallegur kjóll eins hún var í og passaði hann mér mjög vel , en í þessari mjög svo smekklegu búð er mikið til af fallegum kjólum og viti menn ég mátaði nokkra og þeir pössuðu eins og flís við rass ég á ekki auðvelt með að fá föt sem passa í allastaði yfirleitt eru flíkurnar of víðar í mittið, jæja en við gengum út með mjög fallegan kjól sem við fundum í sameiningu og Kiddi keypti hann handa mér held að hann hafi helst viljað kaupa tvo eða þrjá. Við fórum líka í Dýraríkið og skoðuðum hvað er á boðstólum fyrir  Bombu litlu  en hún kemur  líklega þarnæstu  helgi til okkar . En  á Laugardagskvöldið fórum við hjónin og héldum upp á brúðkaupsafmælið okkar sem var 4 mars ,fórum á Grillið á Hótel Sögu og tókum áhættuna á því að panta okkur 4 rétta óvæntan matseðil sem reyndist vera æðislegur  það var fyrst hörpuskel  svo kom sandhverfa svo þar á eftir komu dádýralundir  og svo himneskur eftirréttur þetta bragðaðist allt  alveg með eindæmum vel , ég pantaði mér rauðvín með matnum og kláraði nánast heila flösku "alein" W00t það voru aðeins dreggjarnar eftir ,jæja ég dugleg he he . Þetta var yndislega dásamleg og rómantísk búðkaupsafmælismáltíð þarna á Grillinu.. Höfðum það svo bara gott í gær og gerðum nánast ekki neitt .hér er svo mynd af nýja kjólnum mínum .  kjóllinn

komandi helgi

ekkert af börnunum verður hjá okkur um helgina Crying og það er ekkert á áætlun að gera neitt sérstakt ,, þetta verður líklega bara róleg og of róleg helgi . en hver veit aldrei að vita hvað getur gerst , eigum enþá eftir að halda upp á eins ár brúðkaupsafmælið. én ég geri ráð fyrir að það veri ekki hægt fyrr en í fyrsta lagi á sunnudag. börnin eru að springa ur spenningi , geta varla beðið eftir að fá Bombu og við ég og Kiddi minn erum að við að okkur ýmiskonar upplýsingum varðandi uppeldið á hundinum, það er skilda að gera þetta  vel ef þetta er gert .. segir hver ? 'EG SEGI ÞAÐ ..  

það sem maður lætur eftir.

það sem að maður gerir ekki fyrir manninn og börnin .. dvergschnauzer er hundategund sem fer ekki úr hárum skúrar gólfin og setur í uppþvottavélina algjör draumur .. he he  ..djók.

dvergschnauzer er allavega hundategund sem fer ekki úr hárum og er því tilvalin fyrir þá sem eru með ofnæmi , og ég lét þetta eftir fjölskylduni að fá svona hund . Fórum að skoða í gær og fáum stelpu sem er kölluð Bomba ,veit ekki alveg hvort að við látum það nafn bara gott heita ,því er jú bara fínt ,sjáum aðeins til  

krútt

bomba dúlla


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband