Mikilvægasta og ein fegursta bygging Parísar vegna innihaldsins og byggingarstíla. Fyrsta mannvirkið þar var víggirtur kastali (Philippe Auguste 1180-1223), sem Karl 5. stækkaði og skreytti. Alla 15. öld vanræktu kóngarnir Louvre og notuðu húsið sem vopnabúr og fangelsi. Árið 1546 ákvað Frans I (1515-47) að byggja nýja höll þar og réði Pierre Loscot, bezta arkitektinn á dögum endurreisnarstílsins, til að byggja hana. Síðan lagði hver kóngurinn af öðrum hönd á plóginn unz Napóleon Bonaparte og Napóleon III létu gera við eldri hluta Louvre og bættu við þeim hluta, sem tengist Tuilerieshöllinni. Louvre-höllin er 198.000 m² með inngörðum, þrisvar sinnum stærri en Vatikanið og Péturskirkjan. Norðurhluti Louvre er notaður fyrir fjármálaráðuneytið. Í vesturendanum, Pavillon de Marsan, er skrautminjasafn. Allar aðrar fyrrum vistarverur í Louvre eru safn með u.þ.b. 300.000 verkum, sem tæki 208 sólarhringa að skoða miðað við 1 mínútu fyrir hvert verk (tæp 2 ár með 8 stunda vinnudegi).
Bætt í albúm: 4.6.2007
Athugasemdir
Engar athugasemdir hafa enn verið skráðar um þessa færslu.