Sigurboginn. Hinn stærsti sinnar tegundar í heimi, 49 m hár, 45 m breiður og 22 m á dýpt. Teiknaður af Chalgrin 1811. Átti að vera tákn um sigursæld Napóleons. Honum var lokið 1836, þegar Louis-Philippe ríkti. Stöplarnir eru skreyttir ýmsum myndum. Austurstöpullinn = uppreisn fólksins 1792, kallað 'Marseillaise' og Napóleon krýndur við austur-ríska friðinn 1810. Vesturstöpullinn = andóf fólksins 1814 og friðurinn 1815. Undir loftinu er myndræn lýsing á brottför og komu hersins og innan í bogunum eru skráð nöfn 172 orrustna og 386 hershöfðingja. Nöfn þeirra, sem féllu, eru undirstrikuð. Undir boganum er gröf óþekkta hermannsins (úr fyrri heimsstyrjöld), sem féll við Verdun og var grafinn hér 11. nóvember 1920. Þar brennur eilífur eldur. Ofan af boganum er gott útsýni. Undir pallinum er lítið safn um byggingu bogans, Napóleon og fyrri heimsstyrjöldina.
Bætt í albúm: 4.6.2007
Athugasemdir
Engar athugasemdir hafa enn verið skráðar um þessa færslu.