NOTRE DAME

Dómkirkja biskupa Parísarborgar var stofnuð á stað, þar sem áður stóðu tvær kirkjur. Kór og þvergöngum var lokið árið 1177, en heildarbyggingunni var ekki lokið fyrr en á 14. öld. Kirkjan skemmdist mjög mikið í frönsku stjórnarbyltingunni (1789). Hof skynsemi og raka 1793-94. Vesturhlið kirkjunnar er fegurst, elzt sinnar tegundar og fyrirmynd forhliða guðshúsa í Norður-Frakklandi og víðar. Höggmyndin á dyrum Notre Dame skemmdist 1789 en var endur-nýjuð. Miðinngangur sýnir dómsdag með Krist í heiðursessi. Til hægri = heilög Anna, til vinstri = María guðsmóðir. Yfir dyrum eru innskot með 28 styttum konunga Júdeu og rósettuglugginn, 9,8 m í þvermál. Turnarnir tveir eru 69 m háir og voru aldrei byggðir í fulla hæð. Upp í norðurturninn liggja 376 þrep (lokaður á þriðjudögum) og þaðan er gott útsýni yfir brýr Signu. Í suðurturni er 'Bourdon de Paris', klukka, sem vegur 15 tonn frá árinu 1686. Innanmál Notre Dame eru: Lengd 130 m, breidd 48 m og hæð til lofts er 35 m. Inni standa 75 súlur. Orgelleikur alla sunnudaga kl 17:45-18:30. Í rósettuglugganum má sjá 80 atriði úr gamla testamentinu (1270). Gluggar í suður-þvergangi eru frá 1257. Til hægri við inngang að kór er 'Notre Dame de Paris', mjög dýrkað Maríulíkneski frá 14. öld. Cavaillé-orgelið er hið stærsta í Frakklandi með 8500 pípur. Í skrúðhúsinu (1845-50) er dýrgripir kirkjunnar varðveittir, t.d. þyrnikórónan, brot úr krossi Krists og nagli úr honum.

Staður: parís | Bætt í albúm: 4.6.2007

Athugasemdir

Engar athugasemdir hafa enn verið skráðar um þessa færslu.

Bæta við athugasemd

Hver er summan af einum og núlli?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband